Augabrúnir og augnhár
Fáðu fullkomna lögun og mótun fyrir þínarr augabrúnir og lituð augnhár hjá Abaco Derma. Reyndir snyrtifræðingar okkar veita þér faglega meðferð sem undirstrikar þína náttúrulegu fegurð.
Augabrúnir
Litun og mótun
Við litum og mótum brúnirnar til þess að undirstrika þín náttúrulegu andlitsföll og náttúrulegan hárlitinn. Fáðu fullkomna lögun og mótun fyrir þitt útlit.
Plokkun eða vax
Veldu á milli hvort við fjarlægjum óæskujleg hár með plokkun eða vaxi til að fá snyrtilegar og vel mótaðar brúnir.
Brow Lamination
Meðferð sem gefur augabrúnum fullkomna lögun og breytir hvernig hárin liggja, tímabundið. Fullkomið fyrir þá sem vilja fyllri og vel mótaðar brúnir sem endast í margar vikur. Hentar einnig þeim sem eru með sveipi eða vilja breyta stefnu hára.

Augnhár
Litun augnhára
Dökk augnhár gefa augum dýpt og tjáningu. Fullkomið fyrir þá sem vilja sleppa daglegri förðun.
Lash Lift
Meðferð sem gefur augnhárum sveigu og lyftingu. Þannig virðast augun meira opin og hárin lengri. Lash lift endist í 6-8 vikur og þú vaknar með falleg augnhár á hverjum degi—engin þörf á maskara eða að bretta augnhárin.

Af hverju velja okkur?
Fagleg meðferð hjá reyndum snyrtifræðingum sem leggja áherslu á náttúrulegt og fallegt útlit. Við notum vandaðar vörur sem henta viðkvæmu augnsvæði og tryggja örugga og þægilega upplifun.