Abaco Heilsulind var stofnuð árið 1999 og er þar með elsta snyrtistofa á Akureyri sem enn er í starfsemi. Árið 2024 sameinaðist stofan fyrirtækinu Derma Klíník með nýjum eigendum, Ingu Heinesen, Ingibjörgu Huldu og Hugrúnu Lind. Við erum snyrtifræðingar og hjúkrunarfræðingar að mennt og við tryggjum að allar meðferðir sem við bjóðum upp á byggja á traustri þekkingu og reynslu.
Abaco Derma er kosmetísk snyrtistofa og heilsulind á Akureyri. Við sameinum sérþekkingu í fegrunarmeðferðum, snyrtingu og heilsulind til að hjálpa þér að líta ferskari út og líða betur. Hvort sem markmiðið er mild endurnýjun eða djúp slökun, leggjum við áherslu á gæði, þægindi og hlýja móttöku—í hverri heimsókn.
Markmiðin okkar eru að skapa öruggt og notalegt umhverfi þar sem hver og einn fær persónulega ráðgjöf og meðferð sem hentar þínum markmiðum best.