Fituleysing

Háþróuð meðferð sem dregur úr fitusöfnun og bætir ásýnd og teygjanleika húðarinnar. Meðferðin stuðlar að endurbyggingu kollagenþráða og getur dregið úr appelsínuhúð á völdum svæðum líkamans.

Hvernig virkar meðferðin?

Meðferðin er veitt með fínum nálum beint í fituvef á viðkomandi svæði. Efnið vinnur að því að draga úr fitusöfnun, endurbyggja kollagenþræði og bæta teygjanleika húðarinnar. Meðferðin er fyrst og fremst til þess að meðhöndla fitu sem fer ekki við aukna hreyfingu og hollt matarræði. Athugið að meðferðin er ekki áhrifarík við fitubjúg eða lipoedema.

Hvaða svæði er hægt að meðhöndla?

  • Kjálka og undirhöku
  • Upphandleggi
  • Fitu undan brjóstahaldara (á baki og hjá handakrika)
  • Love handles/síðu
  • Maga
  • Læri (aftan á, innan á eða á hliðinni)

Listinn er ekki tæmandi og í raun hægt að veita meðferð á flestum svæðum líkamans.

Hversu margar meðferðir þarf?

Full meðferð er 2-6 skipti með 4-6 vikna millibili. Fjöldi meðferða fer eftir stærð svæðis og markmiðum.

Hverju má búast við á meðan?

Á meðan meðferð stendur

Þú gætir fundið fyrir smávægilegum sting eða sviða á meðferðarsvæði en óþægindin eru fljót að hjaðna. Smávægileg deyfing er í efninu til að koma í veg fyrir mikil óþægindi.

Vikuna eftir meðferð

Gæti komið mar, bólga og roði á meðferðarsvæðinu. Einnig gætu verið eymsli á meðferðarsvæðinu í nokkrar vikur.

Þegar þú kemur í meðferð

  • Reyndu að vera alltaf í sömu fötum/nærfötum til að auðvelda mat á árangri
  • Meðferðaraðili byrjar á að skoða svæðið, taka myndir og fitumæla með klípu
  • Húð er þvegin og svæði merkt
  • Efninu er sprautað á svæðið og húðin þvegin eftir á

Eftir meðferð - mikilvægt að vita

Fyrstu daga

  • Gætir fundið fyrir stingjum, roða, kláða eða hita á meðferðarsvæði í nokkra klukkutíma upp í nokkra daga
  • Bólga og mar er eðlilegt og mun hjaðna á nokkrum dögum
  • Húðin gæti verið viðkvæm fyrir snertingu fyrst um sinn
  • Má nudda svæðið varlega og nota kælibakstur í stutta stund í einu (ekki beint á húðina)

Mikilvægt

  • Drekka vel af vatni næstu daga (1-2 lítra á dag) til að hjálpa líkamanum að losa sig við úrgangsefni
  • Forðast heit böð, gufur og sundlaugar í 48 klst eftir meðferð
  • Forðast beint sólarljós/ljósabekki í viku eftir meðferð
  • Halda meðferðarsvæði hreinu og þurru fyrstu dagana
  • Forðast að taka Ibufen í nokkra daga, má nota Paracetamol

Hvenær á að hafa samband

Ef einkenni vara lengur en í viku eða fara og koma aftur, eða ef þú finnur aukna verki, færð útbrot, stórt og þykkt mar eða sýkingareinkenni á meðferðarsvæði skaltu hafa samband við meðferðaraðila eða leita til læknis.

Árangur

Árangur þessarar meðferðar hefur lofað góðu víðsvegar um heiminn en öll erum við misjöfn og ekki hægt að lofa fullkomnun. Við hjálpum þér að setja raunhæf markmið og fylgjum árangrinum eftir.