Hópbókanir í pottinn eða kynningakvöld

Fullkomið fyrir vinahópa, vinnufélaga eða sérstök tilefni! Við bjóðum upp á sveigjanlegar hópbókanir í pottinn okkar utan opnunartíma.

Hópbókanir utan opnunartíma

Bókanir utan opnunartíma í pottinn eru fyrir að lágmarki 6 einstaklinga. Við bjóðum upp á sveigjanlega tíma og lengri dvöl eftir samkomulagi, svo hópurinn getur notið þess að slaka á í sínu eigin rólegu umhverfi.

Heitur pottur - hópbókun

  • 10–12 manna heitur pottur - Rúmgóður pottur fyrir samveru og slökun
  • Innrauð gufa - Eykur blóðflæði og losar spennu úr vöðvum
  • Herðanudd í pottinum - Bættu við herðanuddi fyrir aukna vellíðan (valfrjálst)
  • Nærandi andlitsmaski - Nærir húðina á meðan þú slaknar á (valfrjálst)
  • Léttvín, bjór og gosdrykkir - Í boði til kaups á staðnum

Fullkomið fyrir

  • Vinahópa sem vilja njóta saman
  • Vinnufélaga og teymisbyggingu
  • Sérstök tilefni og afmæli
  • Stúlknakvöld eða sveinslakvöld
  • Fjölskylduhittinga

Hvað fer innifalið?

Aðgangi í baðstofu fylgir afnot af slopp og baðskóm.

Athugið: Við bjóðum sölu á drykkjum á staðnum og því er ekki ætlast til þess að gestir komi með drykki með sér.

Hvernig ætti að bóka?

Til þess að bóka hópbókun utan opnunartíma:

📞 Hringdu: 462 3200💬 Sendu skilaboð: Facebook eða Instagram

Við hjálpum þér að finna tíma sem hentar hópnum og aðlögum dvöltímann að þínum þörfum.

Dekurkvöld - Hópbókun

Fullkomið kvöld fyrir vinahópa! Njóttu húðumhirðu, vellíðunar og góðrar samveru með vinkonu hópnum þínum.

Fullkomið fyrir

  • Vinkonuhittinga
  • Afmæli
  • Hópefli
  • Sérstök tilefni

Hvað er innifalið?

Húðdekur

  • Andlitshreinsir - hreinsum húðina og fræðumst um mikilvægi húðhreinsunar
  • Maski - Nærandi andlitsmaski sem allar/allir bera á sig sjálf/ar
  • Lokakrem - Rakakrem til að ljúka meðferðinni sem hentar hverjum og einum

Veitingar

  • Prosecco - Léttur og skemmtilegur drykkur
  • Töst - Óáfengt freyðandi te
  • Léttar veitingar - Jarðaber, sætur biti og þh.

Kynning og ráðgjöf

Fáðu persónulega kynningu og ráðgjöf á Fusion vörunum okkar og þjónustu frá reyndum hjúkrunarfræðingum. Við hjálpum þér að finna réttu vörurnar fyrir þína húðgerð og þarfir.

Sérstakur afsláttur

Hópurinn fær 20% afslátt af öllum keyptum vörum og meðferðum á kvöldinu! Fullkomið tækifæri til að fylla á húðvörubirgðirnar eða prófa nýja meðferð.

Hvernig ætti að bóka?

📞 Hringdu: 462 3200 💬 Sendu skilaboð: Facebook eða Instagram 📧 Sendu tölvupóst: abacoderma@abacoderma.is

Við hjálpum þér að finna tíma sem hentar hópnum og gerum kvöldið eftirminnilegt!