Celluma LED-ljósa meðferð
Celluma er sérhannaður LED-ljósalampi sem notar blátt og rautt ljós til þess að meðhöndla ýmis húðvandamál og efla frumustarfsemi. Meðferðin er einfalt og þægilegt dekur fyrir húðina.
Fyrirkomulag:
Meðferð tekur yfirleitt 30–40 mínútur, húðin er hreinsuð, LED lampa er komið fyrir yfir meðferðarsvæðið, LED meðferðin sjálf tekur 30mín og að LED meðferð lokinni er borið krem á húðina.
Mælt er með að endurtaka LED meðferðina 2-3 sinnum í viku í lengri eða skemmri tíma til þess að ná sem bestum árangri.

Ávinningur:
- Dregur úr bólum og bólumyndun (blátt ljós)
- Örvar kollagenframleiðslu, bætir áferð og minnkar fíngerðar línur (rautt ljós)
- Minnkar bólgu, hraðar vefjaendurheimt og dregur úr roða
- Hentar fyrir acne, öldrunarbreytingar, ertingu og til þess að róa húðina eftir ífarandi meðferðir
- Engin batatími; Þú getur snúið aftur til daglegra athafna strax
- Hentar öllum húðgerðum og öllum aldurshópum sem vilja bæta heilbrigði húðarinnar, hraðari endurnýjun og bólgudempandi áhrif.
Frábengingar:
- Ekki mælt fyrir með fyrir þau sem eru á meðferð með ákveðnum ljósnæmum lyfjum eða ákveðnum augnsjúkdómum — upplýsið meðferðaraðila um lyf og sjúkdóma.