Medical peel

Medical peel er sýrumeðferð þar sem líförvandi sýrum er nuddað djúpt ofan í húðina á andlitinu. Meðferðin vinnur á slappri húð, bólum, örum, litabreytingum og slitum. Með endurteknum meðferðum örva sýrurnar kollagen framleiðslu, stinna, jafna áferð og gefar aukinn ljóma. Meðferðin þykir vinsæl um allan heim þar sem batatíminn er lítinn og húðin verður samstundis líflegri og ljómar.
Eftir sýrumeðferðina er borinn á Hydrojelly maski sem nærir og róar húðina.

Hvernig sýrur þarf ég?

Við bjóðum upp á 3 tegundir af sýrum og hjálpum þér að velja réttu sýruna. Sýrurnar sem við bjóðum upp á:

JPX

Mildari sýrur fyrir viðkvæma húð

Biorepeel

Fyrir feita og bólugjarna húð

PRX-T33

Sterkari sýrur, ekki fyrir viðkvæma

Hversu margar meðferðir þarf ég?

Mismunandi er hversu mörg skipti þarf eftir því hvaða vandamál er verið að vinna með. Meðferðina þarf að endurtaka 3-5x með 2-3ja vikna millibili fyrir bestan árangurinn.

Hvað getur medical peel meðhöndlað?

  • Litabreytingar
  • Áferð húðar
  • Stórar húðholur
  • Ör
  • Líflausa húð
  • Slappa húð
  • Fínar línur og hrukkur
  • Þurra húð
  • Húðslit

Hverjir geta ekki farið í medical peel?

  • Þeir sem eru með ofnæmi fyrir virkum innihaldsefnum eins og TCA, vetnisperoxíði eða Kojic sýru
  • Fólk með ofurviðkvæma húð, útbrot, opin sár eða sýkingu á meðferðarsvæði

Hvað ber að hafa í huga eftir medical peel?

  • Roði getur verið í 1-2 daga eftir meðferð
  • Um 2-3 dögum eftir meðferð má búast við smávegis flögnun húðarinnar, þetta er gamla húðin að fara vegna endurnýjunar.
  • Búast má við smá stífleika í húð fyrstu dagana, gott að bera rakakrem til að minnka stífleikann.
  • Fyrstu dagana skal nota hreint og gott rakakrem sem inniheldur ekki virkni.
  • Mjög mikilvægt að varast sólböð og ljósabekki í um 2 vikur eftir meðferð og bera sólarvörn á meðferðarsvæði daglega.
  • Forðast líkamsrækt og sund sama dag og meðferðin er
  • Forðast mjög heit böð og gufubað í um 2 daga.
  • Varast notkun retinols rétt fyrir og í um 2 vikur eftir meðferð