SkinPen örnálameðferð

Örfínum nálum er stungið grunnt ofan í húðina með örnálapenna í þeim tilgangi að valda álagi á húðina svo að hún örvi endurnýjunarferli sitt, framleiði meira kollagen og elastín sem leiðir til þess að áferð húðarinnar verður þéttari og fallegri.

Um SkinPen

Við notum örnálapenna frá SkinPen en það er fyrsta örnálatækið sem hefur hlotið samþykki Matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna (FDA) og er meðal annars klínískt sannað til þess að meðhöndla ör eftir bólur í andliti á öruggan og árangursríkan hátt.

Hvað getur SkinPen meðhöndlað?

  • Fínar línur eða hrukkur - Minnkar sjáanlegar línur og hrukkur
  • Hrjúfa áferð á húð - Jafnar og fíngerðir húðina
  • Stórar húðholur - Minnkar útlit stórra húðhola
  • Litabreytingar í húð - Jafnar húðlit og minnkar óregluleg bletti
  • Ör eftir bólumyndun eða slit - Minnkar útlit öra og bætir áferð

Hverjir ættu ekki að fara í SkinPen?

Meðferðin hentar ekki fyrir:

  • Þá sem eru með virkt acne/þrymlabólur
  • Einstaklinga á blóðþynningarmeðferð
  • Einstaklinga í krabbameinslyfjameðferð eða geislun
  • Þá sem eru með útbrot eða frunsur á meðferðarsvæði
  • Þá sem eru með opin sár eða sýkingu á svæði
  • Þá sem eru með bletti með óreglulega lögun í andliti
  • Þá sem eru með excem eða psoriasis

Árangur og endurheimtartími

SkinPen meðferðin er örugg og árangursrík leið til að bæta húðina. Endurheimtartími er yfirleitt stuttur og flestar upplifa bestu niðurstöður eftir nokkrar meðferðir.