Skin Booster

Skin booster er meðferð þar sem hreinni hýalúronsýru er sprautað í dýpri lög húðarinnar til að auka rakabindingu, styrkja teygjanleika, fylla fínar línur og gefa ferskari ljóma. Meðferðin veitir mun sterkari áhrif en krem þar sem virk efni ná dýpra í vefinn.

Meðferðin hentar þeim sem vilja aukinn raka, sléttari og þéttari húð og bætta áferð eða vilja draga úr fínum línum. Ráðgjöf og greining fer fram fyrir meðferð til að meta þörf og væntingar.

Mælt er með 2–4 meðferðum með tveggja vikna millibili til að ná sem bestum árangri. Viðhalds meðferð er eftir um ca. 4-6 mánuði en það fer eftir þörfum hvers og eins.

Hvenær er ekki æskilegt að fara í skinbooster

  • Ef þú ert með ofnæmi fyrir hýalúronsýru eða lidocaine
  • Ef þú ert þunguð eða með barn á brjósti
  • Ef þú ert með sýkingu eða bólgu á meðferðarsvæði (t.d. herpes)
  • Ef þú ert með ómeðhöndlaða sykursýki, krabbamein í húð eða alvarlegan sjálfsofnæmissjúkdóm

Hvað ber að hafa í huga fyrir meðferð með skinbooster

  • Forðast grófar húðmeðferðir (t.d. ávaxtasýrur) í nokkra daga fyrir meðferð
  • Forðast áfengi 24–48 klst fyrir meðferð
  • Forðast sól og gufubað sama dag
  • Ef unnt er ekki neyta lyfja eða bætiefna sem hafa þynnandi áhrif á blóðið.

Hvað ber að hafa í huga eftir meðferð með skinbooster

  • Ekki nudda eða kreista svæðið
  • Kæla má stungustaði eftir þörfum
  • Ekki nota farða eða snyrtivörur á meðferðarsvæði í 4 klst eftir meðferð
  • Engin sólböð/gufubað í 48 klst
  • Forðast stífar æfingar og áfengi fyrstu 24 klst
  • Forðast bólgueyðandi lyf fyrstu 24–48 klst
  • Æskilegt að viðhalda góðu hreinlæti og skipta um koddaver kvöldið eftir meðferð

Mögulegar aukaverkanir:

  • Roði, bólga eða kúlur á meðferðarsvæði - ætti að jafna sig fyrstu dagana
  • Kláði, pirringur eða smávægilegur sársauki
  • Langvarandi eymsli eða ofnæmisviðbrögð (sjaldgæf)

Ejal40

Hrein hýaluron sýra í sem bætir upp raka tap húðarinnar og eykur framleiðslu elastíns og kollagens.

Juvederm

Krossbundin hyaluronic sýra sem gefur húðinni meiri fyllingu. Frábær fyrir húð sem farin er að þynnast.

Sunekos

Hyaluronsýra og peptíð. Gefur því húðinni meiri næringu og er frábær til meðhöndlunar á viðkvæmum svæðum sem þolir ekki of mikinn raka eins og augnsvæði.