Spray Tan
Fáðu fallegt og náttúrulegt sólbrúnt útlit án skaðlegra UV-geisla. Hjá Abaco Derma notum við Mine Tan vörur sem gefa jafna, langtíma niðurstöðu og heilbrigða ljóma.
Hvað er Mine Tan?
Mine Tan er hágæða spray tan vörulína sem gefur náttúrulegt, sólbrúnt útlit án þess að þurfa að liggja í sólinni eða nota ljósabekk. Varan er þróuð til að henta öllum húðgerðum og gefur jafna, fallega niðurstöðu sem eyðist jafnt.
Ávinningur Mine Tan
- Náttúrulegt útlit - Engin appelsínugul húð, bara fallegur sólbrúnn litur
- Jöfn þekja - Fagleg úðun tryggir jafna niðurstöðu
- Endist vel - Liturinn endist í 5-7 daga með réttri umhirðu
- Heilbrigð húð - Engar skaðlegar UV-geislir, bara fallegur litur
- Fljótleg meðferð - Tekur aðeins 15-20 mínútur
Hvernig virkar meðferðin?
Mine Tan efninu er úðað jafnt yfir líkamann. Efnið byrjar að virka á næstu 8-12 klukkutímum og gefur fallegan, náttúrulegan sólbrúnan lit. Efnið má skola af sér 1-4 klst eftir meðferðina eftir því hversu dökkur liturinn á að vera. Virkni efnisins heldur áfram að virkjast í húðinni þrátt fyrir að yfirborðsliturinn hefur verið skolaður af.

Undirbúningur fyrir spray tan
- Skrúbbaðu húðina sólarhring fyrir meðferð
- Vaxaðu eða rakaðu húð daginn fyrir (ekki sama dag)
- Mæta með hreina húð án farða, krems, ilmvatns og án svitalyktaeyðis
- Klæðast lausum, dökkum fötum þegar þú kemur í spray tan
Eftir meðferð
- Bíddu 1-4 klukkutíma áður en þú skolar litinn af með volgu vatni
- Ekki þurrka húðina harkalega heldur klappa húðinna þurra
- Berðu rakakrem á húðina daglega til að liturinn endist lengur
- Forðastu klór í sundlaugum fyrstu dagana
- Forðast mikla svitamyndun fyrstu 24 klukkutímana
Hversu lengi endist spray tan?
Með réttri umhirðu endist Mine Tan spray tan í 5-7 daga. Liturinn dofnar smám saman og jafnt, ekki í flekkjum.
Bókaðu tíma
Viltu fá fallegt sólbrúnt útlit fyrir sérstakt tilefni eða bara njóta heilbrigðs ljóma allan ársins hring!
